Total Pageviews

8,659

Friday, February 24, 2017

Myndlistarskóli Steinunnar - Andrea Dögg

Jæja, nú er ég komin í hvíld um sinn að kenna ungum nemendum og mun einbeita mér í að mála undir einkasýningu mína seinna á árinu.  Það hefur verið mjög svo gefandi að eiga tíma í að kenna unga fólkinu.  Nú er seinasti nemandinn minn farin að einbeita sér að öðrum verkefnum og óska ég henni blessunar í framtíðinni.  En ég ætla að birta seinustu myndunum sem hún gerði með hennar samþykki.  Ég er mjög ánægð með hennar verk og skilning hennar á uppbyggingu myndar og blöndunar lita.  Þakka þér Andrea Dögg fyrir þann tíma sem þú lærðir hér í Myndlistarskóla Steinunnar.

Skemmtileg hönnun af Hörgáreyri í svart hvítu.
Þessi er með fimm blöndum af gráu.

Sama viðfang þar sem hún notar fjóra liti og hún einbeitir sér í að gera vitan sýnilegann.

Hér er Andrea Dögg Arnsteinsdóttir með síðustu verkin sín.

No comments:

Post a Comment